Leita í fréttum mbl.is

Einn tölvupóstur og eitt skilti

Vegna þessarar fréttar vill Vodafone koma því á framfæri, að fyrirtækið leggur ríka áherslu á að fara að settum reglum og virða í hvívetna tilmæli Neytendastofu.

Sektin sem hér um ræðir er tilkomin vegna tilboðs sem starfsmenn eins fyrirtækis (sem er í viðskiptum við Vodafone) fengu í tölvupósti þann 18. mars sl. Fyrir slysni var orðið "fríkeypis" ekki tekið úr textanum og fyrir þær sakir er fyrirtækið sektað. Samkvæmt okkar bestu vitund er þetta eina tilvikið þar sem orðið "fríkeypis" hefur verið notað í útsendu efni frá því Neytendastofa óskaði eftir því, að orðið væri ekki notað í auglýsingaskyni.

Auglýsingaskiltið sem tilgreint er í fréttinni mátti sjá af bílastæði fyrir framan verslun Vodafone í Skútuvogi í Reykjavík. Skiltinu var breytt í byrjun apríl í samræmi við óskir Neytendastofu og því vekur það furðu, að skiltið skuli vera grundvöllur ákvörðunar um að sekta fyrirtækið.

Starfsmenn Vodafone munu hér eftir sem hingað til leggja sig fram við að fara að tilmælum Neytendastofu.

Virðingarfyllst,
Hrannar Pétursson
upplýsingafulltrúi Vodafone


mbl.is Neytendastofa sektar Vodafone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, einmitt.

Mitt fyrirtæki fékk þetta sama sent, og ekki var það 18.mars.

Björgvin Þór (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vodafone
Vodafone
Vodafone á Íslandi er fjarskipta-fyrirtæki sem leggur áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini sína. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband